Sport

Enn óvíst hvort Nadal verði með á Wimbledon

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafael Nadal.
Rafael Nadal. Nordic photos/Getty images

Tenniskappinn Rafael Nadal á við hnémeiðsli að stríða og óvíst er því hvort að hann geti varið titil sinn á Wimbledon mótinu sem hefst 22. júní næstkomandi.

„Rafa er í Barcelona þar sem hann mun fara í læknisskoðun sem mun vonandi leiða í ljós hvað hefur verið að angra hann í hnjánum. Þegar útkoma úr læknisskoðuninni liggur fyrir verður tilkynnt hér um hvort hann geti tekið þátt á Wimbledon mótinu," segir á opinberri heimasíðu kappans sem er númer eitt á heimslistanum.

Spánverjinn Nadal vann Wimbledon í fyrsta skipti á ferlinum á síðasta ári en þá batt hann jafnframt endi á ótrúlega fimm ára sigurgöngu „erkióvinar" síns Roger Federer á mótinu.

Federer vann hins vegar Opna franska mótið á dögunum en Nadal var búinn að vinna það í fjögur ár í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×