Körfubolti

Wallace: Boston besti möguleikinn á NBA-titli

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rasheed Wallace.
Rasheed Wallace. Nordic photos/Getty images

Kraftframherjinn Rasheed Wallace var kynntur sem nýr leikmaður Boston Celtics á blaðamannafundi í gær en leikmaðurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið.

San Antonio, Dallas, Orlando og Cleveland eru öll sögð hafa verið á eftir Wallace en hann valdi Boston þar sem hann taldi félagið eiga mesta möguleika á að vinna NBA-titilinn á næstu leiktíð en Wallace vann NBA-titilinn með Detroit árið 2004.

Wallace hefur verið þekktur fyrir að missa stjórn á skapi sínu og krækja í tæknivillur oftar en margir aðrir en leikmaðurinn segir ákafann vera hluta af sínum leik.

„Ég missi stundum stjórn á skapi mínu en ég er í heildina nokkuð góður liðsfélagi. Skapið er stór hluti af mínum leik og ég held að það komi fáir með jafn mikinn ákafa og ákveðni inn á völlinn og ég. Mér er líka sama þótt ég skori eitt stig bara ef við vinnum. Það er betra en að skora hundrað stig og vera í tapliðinu," sagði Wallace á blaðamannafundinum í gær.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×