Gunnleifur: Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi Ómar Þorgeirsson skrifar 30. júlí 2009 12:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli. Markvörðurinn snjalli er að sjálfsögðu fullur tilhlökkunnar fyrir leiknum og á von á hörku baráttu og mikilli skemmtun. „Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og hafa verið það í gegnum tíðina og ég held að það verði engin breyting á því í kvöld. Þetta skiptir máli fyrir svo marga hérna í Kópavogi hvernig þetta fer og ég veit að leikmenn og stuðningsmenn beggja félaga hafa beðið lengi eftir þessum leik. Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi og það verður örugglega frábær stemning á vellinum," segir Gunnleifur. HK-ingar eru sem stendur í toppbaráttu 1. deildar en Breiðablik sogast nú nær botninum í Pepsi-deildinni með hverri umferðinni og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti, eftir annars fína byrjun í upphafi tímabils. Gunnleifur telur að staða liðanna í deildunum eigi ekki eftir að skipta neinu máli í kvöld. „Þetta er náttúrulega ný keppni og undanúrslitin innan seilingar fyrir bæði lið. Ég held að staða liðanna í deildinni eigi ekki eftir að breyta neinu í kvöld og bæði lið mæta eflaust brjáluð í leikinn. Leikmenn beggja liða mæta hundrað prósent klárir til leiks og ég á alls ekki von á því að Blikar mæti eitthvað litlir til leiks þrátt fyrir gengi þeirra í deildinni undanfarið," segir Gunnleifur. Leikir kvöldsins í VISA-bikarnum eru: HK-Breiðablik, Kópavogsvelli kl. 19.15 Keflavík-FH, Sparisjóðsvelli kl. 19.15 Fram-Fylkir, Laugardalsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú loksins kominn með leikmheimild með HK að nýju eftir ævintýri með FC Vaduz og snýr til baka í kvöld í stærsta leik sumarsins hjá Kópavogsbúum Þegar erkifjendurnir HK og Breiðablik mætast í 8-liða úrslitum VISA-bikarsins á Kópavogsvelli. Markvörðurinn snjalli er að sjálfsögðu fullur tilhlökkunnar fyrir leiknum og á von á hörku baráttu og mikilli skemmtun. „Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og hafa verið það í gegnum tíðina og ég held að það verði engin breyting á því í kvöld. Þetta skiptir máli fyrir svo marga hérna í Kópavogi hvernig þetta fer og ég veit að leikmenn og stuðningsmenn beggja félaga hafa beðið lengi eftir þessum leik. Þetta er hápunktur knattspyrnusumarsins í Kópavogi og það verður örugglega frábær stemning á vellinum," segir Gunnleifur. HK-ingar eru sem stendur í toppbaráttu 1. deildar en Breiðablik sogast nú nær botninum í Pepsi-deildinni með hverri umferðinni og er nú aðeins þremur stigum frá fallsæti, eftir annars fína byrjun í upphafi tímabils. Gunnleifur telur að staða liðanna í deildunum eigi ekki eftir að skipta neinu máli í kvöld. „Þetta er náttúrulega ný keppni og undanúrslitin innan seilingar fyrir bæði lið. Ég held að staða liðanna í deildinni eigi ekki eftir að breyta neinu í kvöld og bæði lið mæta eflaust brjáluð í leikinn. Leikmenn beggja liða mæta hundrað prósent klárir til leiks og ég á alls ekki von á því að Blikar mæti eitthvað litlir til leiks þrátt fyrir gengi þeirra í deildinni undanfarið," segir Gunnleifur. Leikir kvöldsins í VISA-bikarnum eru: HK-Breiðablik, Kópavogsvelli kl. 19.15 Keflavík-FH, Sparisjóðsvelli kl. 19.15 Fram-Fylkir, Laugardalsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll með að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira