Sport

Bolt með þriðja gullið - heimsmetið féll þó ekki

Ómar Þorgeirsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic photos/AFP

Hlaupasveit Jamaíku í 4x100 metra hlaupi karla með ofurmennið Usain Bolt í fararbroddi vann gullverðlaunin á Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í Berlín í Þýskalandi í kvöld.

Hlaupasveit Jamaíka hljóp á tímanum 37,31 sekúndum en heimsmetið í greininni er 37,10 sekúndur.

Sveit Trínidad og Tóbagó varð í öðru sæti og sveit Bretlands í þriðja sæti. Hlaupasveit Bandaríkjanna átti titil að verja en var dæmd úr keppni fyrir að stíga út fyrir leyfilegar hlaupalínur þegar hlauparar sveitarinnar skiptu á keflinu.

Þetta var fyrsti heimsmeistaratitil Jamaíku í greininni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×