Körfubolti

NBA í nótt: Cleveland lét Sacramento ekki skora hjá sér í framlengingu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
James var heitur í nótt.
James var heitur í nótt. Nordicphotos/GettyImages
Sacramento Kings náði þeim einstaklega slaka árangri að skora ekki eitt einasta stig í framlengingu sem liðið spilaði við Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt.

Eftir vernjulegan leiktíma var staðan 104-104 en Cleveland lauk leiknum með 117 stig.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart hver dró vagninn, Lebron James var allt í öllu og náðu tvöfaldri þrennur. Hann skoraði 34 stig, átti tíu stoðsendingar og tók sextán fráköst.

NBA deildin fer í frí í nótt en leikmenn fá ekki langt frí, næstu leikir eru strax annað kvöld, á sjálfan jóladag.

Úrslitin í nótt:

Phoenix 113-117 Oklahoma City

Sacramento 104-117 Cleveland

Orlando 102-87 Houston

Milwaukee 97-109 Golden State

San Antonio 94-98 Portland

Miami 80-70 Utah

Detroit 64-94 Toronto

New Orleans 108-102 Golden State

Denver 124-104 Atlanta





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×