Sport

Bolt heimsmeistari á nýju heimsmeti - 9,58 sekúndum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt setti glæsilegt heimsmet í kvöld.
Usain Bolt setti glæsilegt heimsmet í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Usain Bolt frá Jamaíku gerði sér lítið fyrir og stórbætti eigið heimsmet í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Berlín í kvöld er hann hljóp á 9,58 sekúndum.

Bolt setti gamla heimsmetið á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra er hann kom í mark á tímanum 9,69 sekúndum. Þá var frægt að Bolt hægði á sér á síðustu metrunum til að fagna gullinu. Vísindamenn reiknuðu að hann hefði hlaupið á tíma undir 9,6 sekúndum hefði hann ekki hægt á sér.

Í dag sannaði hann að getur hlaupið á þessum tíma. Hann kláraði hlaupið nú af fullum krafti, ólíkt því sem hann gerði í Peking.

Tyson Gay frá Bandaríkjunum varð í öðru sæti á bandarísku meti, 9,71 sekúndum. Asafa Powell var þriðji á 9,84 sekúndum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×