Körfubolti

Fær líflátshótanir frá mafíunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Donaghy sést hér með Kobe Bryant.
Donaghy sést hér með Kobe Bryant.

Fyrrum NBA-dómarinn Tim Donaghy reynir það sem hann getur til þess að bjarga glötuðu orðspori sínu. Hann heldur því nú fram að hann hafi ekki reynt að hagræða úrslitum leikja þó svo það þýddi að hann tapaði peningum og fengi mafíuna upp á móti sér.

Í einum leik þar sem hann hafði veðjað á sigur San Antonio þá rak Donaghy þjálfara Spurs, Gregg Popvich, út úr húsi í fyrsta leikhluta. Spurs tapaði leiknum, Donaghy tapaði peningum sem og margir mafíósar sem treystu á upplýsingar Donaghy er kom að úrslitum NBA-leikja.

„Ég sagði þeim að ég myndi ekki dæma viljandi gegn einhverju liði þó svo ég hefði lagt pening á leikinn. Ég sagði líka að ég gæti ekki tryggt úrslit allra leikja og þeir yrðu bara að sætta sig við það," sagði Donaghy við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur.

FBI styður þessa frásögn Donaghy en FBI hefur rannsakað mál Donaghy ítarlega.

Donaghy segist hafa unnið í 75 prósent af þeim skiptum sem hann veðjaði á leiki í NBA-deildinni.

Mafían fékk upplýsingar lengi vel frá Donaghy um hvaða lið væru líkleg til þess að vinna ákveðna leiki. Til að setja pressu á "rétt úrslit" þá hótaði mafían fjölskyldu Donaghy.

Þegar FBI komst á snoðir um málið þá vann Donaghy viljandi með yfirvöldum. Hann segist enn fá líflátshótanir frá mafíunni.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×