Fótbolti

Eto'o búinn að skora 123 mörk fyrir Barcelona - kominn í 5. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Samuel Eto'o er markaskorari af guðs náð.
Samuel Eto'o er markaskorari af guðs náð. Mynd/AFP

Kamerúnmaðurinn Samuel Eto'o skoraði tvö mörk fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni um helgina sem þýðir að hann er búinn að skora 23 deildarmörk í 24 leikjum í vetur.

Samuel Eto'o komst einnig upp í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en hann hefur skorað 123 mörk í opinberum leikjum fyrir Barcelona.

Eto'o kom til Barcelona frá Real Mallorca árið 2004. Hann komst um helgina upp fyrir Patrick Kluivert á listanum yfir mestu markaskorara félagsins frá upphafi og vantar aðeins sjö mörk til þess að ná Brasilíumanninum Rivaldo sem er í þriðja sæti.

Samuel Eto'o þarf hinsvegar að spila talsvert lengi til þess að ná þeim tveimur markhæstu. Cesar Rodriguez skoraði 235 mörk fyrir Barcelona á fimmta og sjötta áratugnum og Ungverjinn Ladislao Kubala setti boltann 196 sinnum í netið í búningi Börsunga á árunum 1951-61.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×