Fótbolti

Inter er ekki frábært lið eins og Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic.

Svíinn Zlatan Ibrahimovic virðist eitthvað vera í nöp við sitt gamla félag, Inter, því honum leiðist ekki að senda pillur á félagið.

Nýjasta nýtt er að hann heldur því fram að hjá Inter séu einfaldlega ekki nógu margir heimsklassaleikmenn.

„Það eru ekki margir leikmenn hjá Inter sem geta gert gæfumuninn. Ef þeir lenda í vandræðum þá verða þeir í vandræðum með að grafa sig úr holunni," sagði Zlatan við tímarit Barcelona.

„Hér hjá Barca er það aftur á móti þannig að hér er nóg af flottum mannskap sem getur leyst öll vandamál. Það gerir Barcelona að frábæru liði."

Zlatan segir einnig að það eina sem skipti máli sé að vinna.

„Annað hvort er maður fyrstur eða ekkert. Ég vil vera númer eitt, ekki númer tvö, þrjú eða fjögur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×