Fótbolti

Tíu sigrar hjá Spáni í röð

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pique fagnar marki sínu í gær.
Pique fagnar marki sínu í gær. Mynd/Getty IMages

Spánverjar settu met í gær þegar þeir unnu sinn tíunda leik í röð. Síðasti leikur sem Spánverjar unnu ekki var 0-0 jafnteflisleikur gegn Ítölum á EM síðasta sumar. Fyrir þann leik hafði Spánn unnið níu leiki í röð, eftir að þeir höfðu gert jafntefli við Finna í Helsinki árið 2007.

Síðasta tap spænska landsliðsins var gegn Rúmenum í æfingaleik árið 2006. Síðan þá hefur liðið leikið 30 leiki án taps.

Þar á meðal voru tveir leikir við Ísland, sigur þeirra á heimavelli og 1-1 jafnteflisleikurinn í Laugardalnum í september árið 2007.

Evrópumeistararnir lögðu Tyrki 1-0 í gær með marki frá Gerard Pique sem sjá má hér.



Fórnarlömb Spánverja í síðustu tíu leikjum:

28. mars 2009 - Tyrkland (1-0)

11. febrúar 2009 - England (2-0)

19. nóvember 2008 - Chile (3-0)

15. október 2008 - Belgía (1-2)

11. október 2008 - Eistland (0-3)

10. september 2008 - Armenía (4-0)

6. september 2008 - Bosnía-Hersegóvína (1-0)

20. ágúst 2008 - Danmörk (0-3)

29. júní - Þýskaland (1-0) - Úrslitaleikur EM

26. júní 2008 - Rússland (0-3)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×