Fótbolti

Scolari: Það verður að gefa Pellegrini tíma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.

Luiz Felipe Scolari, fyrrum þjálfari brasilíska landsliðsins og Chelsea, segir að forráðamenn Real Madrid verði að vera þolinmóðir við Manuel Pellegrini þjálfara.

Scolari er einmitt einn af þeim mönnum sem hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Pellegrini.

„Ég vil koma þeim skilaboðum til Madrid að þeir verði að búa til svipað umhverfi og hann hafði hjá Villarreal. Ef Madrid ætlar sér að vinna eitthvað þá verða forráðamennirnir að sýna þolinmæði og halda sig við þá áætlun sem lagt var upp með," sagði Scolari.

„Það er ekki hægt að skipta um þjálfara á fjögurra til fimm mánaða fresti þó svo leikur tapist."

Aðrir sem hafa verið nefndir sem hugsanlegir eftirmenn Pellegrini eru Michael Laudrup, Sven-Göran Eriksson og Robert Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×