Fótbolti

Cruijff stýrði Katalóníu til sigurs á Argentínumönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katalóníumenn fagna einu marka sinna í leiknum.
Katalóníumenn fagna einu marka sinna í leiknum. Mynd/AFP

Johan Cruijff stýrði landsliði Katalóníumanna til 4-2 sigurs á Argentínu í vináttulandsleik á Camp Nou í Barcelona í gær en þetta var í fyrsta sinn sem Hollendingurinn stýrir landsliði Katalóníu.

Diego Maradona mátti ekki stjórna landsliðið Argentínu í leiknum og þá lék Lionel Messi ekki með vegna meiðsla auk þess að í lið Argentínumanna vantaði fleiri sterka leikmenn þar sem leikurinn fór ekki fram á opinberum landsleikjadegi.

„Ég þurfti ekkert að skipta mér að liðinu því það voru allir að spila eins og þeir áttu að gera. Við spiluðum fullkominn leik. Ég var sérstaklega ánægður með Piqué á miðjunni og hver veit nema að Barcelona geti farið að nota hann þar," sagði Johan Cruijff eftir leikinn.

Mörkin í leiknum

1-0, Sergio García (44.), 2-0, Bojan (56.) 2-1 Pastor (63.), 3-1 Sergio González, víti (70.), 3-2 Mary (72.), 4-2 Moises Hurtado (76.).

Lið Katalóníu í leiknum: Víctor Valdés (78., Codina); Bruno Saltor, Puyol (63., Óscar Serrano), Oleguer, Capdevila, Piqué (46., Moises Hurtado), Busquets, Xavi Hernandez (57., Sergio González), Verdú, Sergio García (74., Fernando Navarro) og Bojan (66., Corominas).

Lið Argentínu: Diego Pozo, Cristian Álvarez (80., Salvio), Nicolas Otamendi (46., Nico Pareja), Martin Demichelis, Emiliano Papa (62., Dátolo), Fernando Gago (79., Banega), Mario Bolatti, Javier Pastor, Angel María, Ezequiel Lavezzi og Gonzalo Higuain (67., Martín Palarmo).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×