Mannlegt vald Vigdís Hauksdóttir skrifar 15. ágúst 2009 06:00 Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Sjá meira
Ekkert í mannlegu valdi getur bætt fólki það sem gerðist í bankahruninu, var haft eftir sællegum og útiteknum félagsmálaráðherra í fréttum RÚV í byrjun mánaðar. Er það nú svo? Hugsi maður nú aðeins til baka, þá stukku menn til í bankahruninu og tryggðu allar innistæður í bönkum og peningamarkaðssjóðirnir fengu 200 milljarða til að bæta fólki tapið. Hver var að verki þar? Var það vald Guðs á himnum? Eða kannski flokksbróðir félagsmálaráðherra, fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson? Það er vont til þess að hugsa að ráðherra trúi þessari vitleysu í sjálfum sér, en í mót kemur, að það er svo auðvelt að skilja sjálfan sig, þótt maður skilji ekkert annað. Og merkilegt má það heita, að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks skyldi bjarga ákveðnum hluta þjóðarinnar frá efnahagslegu skipbroti, en ekki öðrum. Hvað með þá sem lögðu sparnað sinn í fasteignir? Eigið fé þeirra hefur brunnið upp og stjórnvöld hafa ekki lyft litla fingri þeim til varnar. Önnur dæmi af sama meiði, mætti taka af töluglögga sællega ráðherranum. Okkur ber niður í umræður á Alþingi 5. desember í fyrra. Ræðumaður er Árni Þór Sigurðsson, þá í stjórnarandstöðu. Árni Þór velti fyrir sér hversu mikið Íslendingar gætu þurft að borga vegna Icesave. Gellur þá í töluglöggum verðandi ráðherra Árna Páli; „Það getur vel verið að það þurfi ekkert að borga. Það er lágmarkstalan." Árni Þór svaraði að bragði; „Það er afskaplega ósennilegt, háttvirtur þingmaður." Og þarna skeikar ekki nema nokkur hundruð milljörðum, Árna Pál í óhag. Annað dæmi af því hversu næmur Árni Páll er fyrir samtímanum, er það sem eftir honum er haft í helgarblaði Fréttablaðsins í lok maí; „Blessunarlega er það ekki þannig að þorri heimila geti ekki staðið í skilum þótt skuldabyrði hafi aukist. Ef þú horfir á verðtryggðu lánin, þá er næstum enginn að verða fyrir meiri hækkun afborgana en sem nemur fimmtíu þúsund krónum." Vafalítið hefur Árni Páll haft svo lítið á milli handa, að hann muni eitthvað um fimmtíu þúsund „kall". Allt ber hér að sama brunni, skilningsleysið félagsmálaráðherrans er svo yfirþyrmandi að jaðrar við einfeldningshátt, í besta falli. Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar