Iceland verslunarkeðjan fær ekki að greiða upp lán sín 15. janúar 2009 12:45 Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í. Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lánadrottnar Iceland verslunarkeðjunnar í Bretlandi hafa hafnað beiðni stjórnenda keðjunnar um að fá að greiða upp hluta af lánum sínum. Iceland, sem er að mestu í eigu Baugs, hefur gengið mun betur en keppinautum sínum í fjármálakreppunni. Samkvæmt frétt á Reuters um málið vildu stjórnendur Iceland nota 75 milljón pund, eða rúma 14 milljarða kr., af lausafé sínu til að greiða upp lán sín á markaðsvöxtum. En bankarnir, sem eiga lánin, höfnuðu þessu. Reuters segir að viðræðunum um uppgreiðslu á þessum lánum sé nú lokið þar sem stjórnendur Iceland telja að kostnaðurinn við hana að óbreyttu hefði orðið of mikill. Uppgreiðsla á lánum við núverandi aðstæður er umdeild þar sem vextir hafa lækkað töluvert í kjölfar fjármálakreppunnar. Lántakendur vilja fá að greiða lánin upp á núverandi markaðsvöxtum en lánveitendur vilja að þau séu gerð upp á pari, það er með þeim vöxtum sem þau voru tekin á. Það spilar einnig inn í dæmið að lánveitendur vilja að fyrirtæki spari lausafé sitt við núverandi aðstæður. Hinsvegar varð það að samkomulagi við bankana sem halda á lánum Iceland að keðjunni var leyft að kaupa 51 af verslununum úr þrotabúi Woolworths keðjunnar sem Baugur átti hlut í.
Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira