Fótbolti

Stuðningsmenn Sevilla veifa peningum að Ramos

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Juande Ramos.
Juande Ramos. Nordic Photos/Getty Images

Juande Ramos snýr aftur til Sevilla í kvöld með Real Madrid. Stuðningsmenn félagsins hafa ekki enn fyrirgefið honum fyrir að fara til Tottenham á sínum tíma en þeir telja að græðgi hafi ráðið því að hann ákvað að fara til London.

Ramos vann 5 titla á aðeins 15 mánuðum með Sevilla.

Stuðningsmenn Sevilla hafa látið prenta þúsundir af peningaseðlum með andliti Ramos á. Þeir voru mættir á flugvöllinn þegar Ramos lenti í Sevilla og byrjuðu að veifa peningunum framan í hann. Von er á meiru í kvöld.

„Ég elska að koma til Sevilla. Real ferðast alltaf með öryggisvörðum því það er stórt félag. Það þarf meiri gæslu í stóru borgunum. Gæslan er ekki bara fyrir mig," sagði Ramos en óvenju ströng öryggisgæsla er í kringum liðið fyrir þennan leik.

Ramos reyndi einnig að gera lítið úr peningaseðlunum.

„Þessir seðlar sýna bara hversu skemmtilegt fólkið í þessari borg er. Mér finnst þetta frábært því nú hef ég nóg af seðlum til að spila matador," sagði Ramos léttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×