Körfubolti

Ég get skilað fínum tölum til fertugs

Nordic Photos/Getty Images

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns er hvergi nærri hættur að láta til sín taka í NBA deildinni þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

O´Neal hefur átt mjög gott tímabil þó Phoenix hafi reyndar vegnað frekar illa í vetur. Hann þakkar læknum liðsins hvað hann hefur náð sér vel á strik í vetur og er hvergi nærri hættur.

"Ég á eftir að skila góðum tölum þangað til ég verð fertugur. Menn héldu að ég væri búinn að vera eftir meiðslavandræði mín í Miami á síðustu leiktíð, en ég er ekki maður sem vælir út af meiðslum. Ég var meiddur í fyrra, svo einfalt er það. Svo tóku læknar Phoenix mig í gegn og ég er allt annar," sagði O´Neal.

Tröllið viðurkennir að hann hafi sjálfur verið farinn að hafa sínar efasemdir í meiðslunum. "Ég hélt að ég væri búinn að vera af því læknarnir vissu ekkert hvað var að mér. Þegar ég kom hingað kom í ljós að vandamálið var allt annað en talið var í fyrstu. Læknarnir hjá Phoenix björguðu mér," sagði O´Neal í samtali við Arizona Republic.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×