Körfubolti

NBA: Memphis skellti Cleveland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir í nótt og lagði Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni. Skipti engu máli að LeBron James hefði skorað 43 stig fyrir Cleveland í leiknum.

James skoraði 22 stig í fyrri hálfleik, hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli og Cleveland leiddi í hálfleik, 59-48. Varnarleikur Memphis var magnaður í seinni hálfleik, liðið þvingaði fram framlengingu og síðan sigur, 109-107.

Úrslitin komu nokkuð á óvart enda Memphis ekki sérstaklega sterkt lið. Það byrjaði tímabilið á að vinna aðeins einn leik af fyrstu 9.  Liðið hefur aftur á móti unnið síðustu 3 leiki sína. Tap Cleveland var hið fyrsta hjá liðinu í 5 leikjum.

Þó svo James hafi skorað 43 stig í leiknum þá klúðraði hann 14 af síðustu 20 skotum sínum.

Úrslit næturinnar:

Charlotte-Denver  107-95

Toronto-Minnesota  94-88

Boston-Milwaukee  98-89

Chicago-NJ Nets  101-103

Memphis-Cleveland  111-109

New Orleans-Sacramento  96-94

Dallas-Phoenix  102-101

LA Clippers-Orlando  86-97

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×