Fótbolti

Raul ekki nógu góður fyrir spænska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Gonzalez hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik.
Raul Gonzalez hefur líklega spilað sinn síðasta landsleik. Mynd/

Raul Gonzalez var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Tyrklandi í tvígang í næstu viku i undankeppni HM. Það lítur út fyrir að fyrirliði Real Madrid hafi leikið sinn síðasta landsleik.

Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánar, hefur ekki not fyrir Raul sem hefur verið að spila vel með Real Madrid í vetur. Spænskir fjölmiðlar voru samt búnir að setja mikla pressu á del Bosque að hann myndi velja Real.

Vicente del Bosque valdi í staðinn Daniel Guiza þrátt fyrir að hann hafi ekki verið að spila vel með tyrkneska liðinu Fenerbahce. Raul hefur skorað 44 mörk í 102 leikjum.

Vicente del Bosque valdi ekki heldur Carles Puyol, bæði vegna þess að hann er að koma til baka eftir meiðsli en einnig þar sem að hann verður í banni í öðrum leikjanna í þessari törn.

Spánn og Tyrkland mætast tvisvar á nokkrum dögum í undankeppninni, fyrst 28. mars á Santiago Bernabeu og svo 1. apríl í Istanbul. Spænska liðið er á toppi riðilsins með 12 stig en Tyrkir koma næsti með átta stig, einu meira en Belgar.

Spænski landshópurinn á móti Tyrkjum:

Markmenn: Casillas, Reina, Diego Lopez

Varnarmenn: Arbeloa, Sergio Ramos, Albiol, Marchena, Juanito, Capdevila, Pique

Miðjumenn: Iniesta, Silva, Xavi, Xabi Alonso, Riera, Senna, Cazorla, Busquets.

Sóknarmenn: Torres, Villa, Llorente, Guiza.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×