Wolfsburg þýskur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 19:17 Edin Dzeko frá Bosníu og Brasilíumaðurinn Grafite fagna meistaratitli Wolfsburg í dag. Nordic Photos / Bongarts Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum. Þýski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum.
Þýski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira