Fótbolti

Rúmlega 80 milljón punda verðmiði á Ribery

Ómar Þorgeirsson skrifar
Franck Ribery.
Franck Ribery. Nordic photos/AFP

Keisarinn sjálfur Franz Beckenbauer hefur ítrekað að Frakkinn Franck Ribery verði áfram í herbúðum Bayern München nema að eitthvað félag sé tilbúið að borga 94 milljónir evra sem samsvara um 80,5 milljónum punda fyrir leikmanninn.

Beckenbauer réttlætir verðmiðann með því að segja að Ribery sé alveg jafn verðmætur og Cristiano Ronaldo sem fór til Real Madrid á metfé, 80 milljónir punda, fyrr í sumar.

„Af hverju ætti Bayern bara að gefa Ribery frá sér? Ef við förum eftir því sem er að gerast á markaðnum þá get ég ekki séð annað en að hann sé álíka jafn verðmætur og Ronaldo. Við seljum hann ekki fyrir minni pening en það, annars verður hann bara áfram í okkar herbúðum í það minnsta þangað til núverandi samningur hans rennur út árið 2011," er haft eftir Beckenbauer í viðtali við Sport Bild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×