Sport

Björgvin féll úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Björgvinsson á fullri ferð í Val d'Isere í morgun.
Björgvin Björgvinsson á fullri ferð í Val d'Isere í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Björgvin Björgvinsson féll úr leik í síðari umferð í svigi karla á HM í alpagreinum sem fer fram í Val d'Isere í Frakklandi.

Björgvin féll úr leik á síðasta kaflanum en hann var þá búinn að missa forskot sitt á Rússann Stepan Zuev.

Björgvin náði 27. besta tímanum eftir fyrri ferðina en náði ekki að færa sér í nyt að vera meðal þeirra fyrstu sem fór niður brautina í síðari ferðinni. Mjög erfið brautarskilyrði eru í Val d'Isere en fleiri keppendur féllu úr leik í fyrri ferðinni en náðu að klára - þeirra á meðal Stefán Jón Sigurgeirsson




Tengdar fréttir

Frábær árangur hjá Björgvini

Björgvin Björgvinsson náði að koma sér í hóp 30 efstu keppenda í fyrri ferðinni í svigkeppni karla á HM í alpagreinum í Val d'Isere í Frakklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×