Á eyrinni Einar Már Jónsson skrifar 29. júní 2009 06:00 Ef menn áttu leið á Ráðhústorgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt. Göngumennirnir báru spjöld, einstaka sinnum stöðvuðust þeir andartak áður en þeir tóku til við hringgönguna á ný; þá mynduðu spjöldin í sameiningu setninguna „Endalaus hringganga hinna þrjósku hefur nú staðið yfir í … klukkutíma", og var talan krotuð á svarta töflu með krít. Þegar ég kom þangað fyrst stóð „389 klukkustundir" á töflunni, síðar var talan komin rétt upp fyrir 900, og enn var gengið. Menn komu og snerust nokkra hringi, svo fóru þeir og aðrir komu í staðinn. Stundum voru þeir yfir hundrað, en á nóttunni lækkaði talan. Þessi mikla hringganga hófst á hádegi 23. mars, og var hún liður í mótmælaaðgerðum kennara, stúdenta og vísindamanna gegn breytingum sem háskólamálaráðherrann, Valérie Pécresse, ætlaði að gera á háskólum og vísindastofnunum í landinu, að undirlagi Sarkozys sjálfs. Kannske varð Ráðhústorgið fyrir valinu vegna þess að það er mjög miðsvæðis í París, eins og liggur í hlutarins eðli, steinsnar frá Vorrar frúar kirkju, en það hafði vafalaust sitt að segja að þessi staður heitir réttu nafni „Eyrartorg". Þegar verkamenn lögðu niður vinnu áður fyrr tóku þeir sér þar stöðu og hreyfðu sig hvergi, þeir voru sem sé um kyrrt „á eyrinni" og af þeim sökum hefur verkfall æ síðan verið kallað „eyri" (greve) á frönsku. Ekki bar á öðru en þessi hringganga fengi góðar undirtektir meðal þeirra fjölmörgu sem áttu leið um torgið; borgarstjórinn í París bauð göngumönnum að koma á skrifstofuna til sín og drekka með sér te ef þeim yrði kalt, en þeir vildu ekki nema staðar. Einu sinni fengu þeir símskeyti, og á því stóð „Og samt snýst hún. Haldið áfram!" Undirskriftin var Galileo Galilei. En þessi hringganga var einungis sýnilegur hluti þessara aðgerða, því annað og meira var að gerast á öðrum vettvangi. Í byrjun febrúar hófst mótmælabylgja í háskólum og vísindastofnunum um allt Frakkland, farið var í mótmælagöngur með vissu millibili, víða féll öll háskólakennsla niður og sums staðar var byggingunum jafnvel lokað. Þar sem janúar er prófmánuður, hefur alls engin kennsla farið fram í ýmsum háskólum síðan fyrir jól, þar á meðal einum háskóla í París að minnsta kosti. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Að undanförnu hefur háskólaráðherrann Valérie Pécresse verið að mylgra út alls kyns tilskipunum og lagafrumvörpum um endurskipun háskóla og rannsóknarstofnana, einkum á sumrin þegar háskólamenn eru gjarnan í fríi og háskólastofnanir lokaðar. Ein lögin stefndu að því að gera háskóla sjálfstæða og fólust einkum í þeim aukin völd til handa háskólaforsetum, svo kom tilskipun sem átti að endurskipuleggja starf háskólakennara og skilja að einhverju leyti í sundur kennslu og rannsóknir. Af því gat leitt að mönnum yrði mjög mismunað; kennara átti að vega og meta, og ef t.d. háskólaforseta leist ekki vel á rannsóknir eins eða annars gat hann sett þann hinn sama alfarið í kennslu. En í heild sýndist mönnum að þessar nýskipanir væru einkum leið til meiri frjálshyggju: ríkið myndi nú nota þetta „sjálfstæði" háskólanna til að draga úr fjárveitingu til þeirra og mismuna þeim um leið, og láta svo háskólaforsetana um að finna það aukafjármagn sem er nauðsynlegt til að halda uppi starfinu. Það hefur heyrst að þeir þurfi nú þegar að vera úti um hvippinn og hvappinn á höttunum eftir „sponsorum". Þetta þótti kennurum illt, en svo bætti Valérie Pécresse gráu ofan á svart með því að tilkynna að á næsta skólaári yrðu 900 kennarastöður lagðar niður í háskólum. Smiðshöggið rak svo Sarkozy í ræðu sem hann flutti 22. janúar og mikill hvellur varð út af. Þar hæddist hann nokkuð gróflega að frönskum vísindamönnum, sem lifðu þægilegu lífi á kostnað ríkisins en gerðu aldrei neinar uppgötvanir. Af þessum sökum jókst andstaðan æ meir, ýmsir sem voru fylgjandi fyrstu ráðstöfunum Valérie Pécresse snerust síðan gegn þeim þegar þeir sáu framhaldið. En mér er þó nær að halda að annað og meira sé á bak við: um langt skeið hafa yfirvöld sífellt verið að vega að háskólunum með alls kyns ruglingslegum „umbótum" sem gera kennurum starfið sífellt erfiðara, og nú var mælirinn fullur. Menn velta því jafnvel fyrir sér hvort þessir síðustu atburðir séu ekki með ráðum gerðir: Valérie Pécresse hafi leitast við að koma illindum af stað til að eiga auðveldara með að brjóta háskólamenn á bak aftur, líkt og Járnlafðin fór að með verklýðsfélög. Því er nú mikill óhugur í mönnum, hringgöngunni var hætt eftir nákvæmlega 1000 klukkustundir, skólaárið virðist víða ætla að fara fyrir lítið, og yfirvöldin verða sífellt digurbarkalegri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Skoðun Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef menn áttu leið á Ráðhústorgið í París í vor mætti augum þeirra undarleg sýn: þar gekk hópur manna hring eftir hring, án afláts bæði dag og nótt. Göngumennirnir báru spjöld, einstaka sinnum stöðvuðust þeir andartak áður en þeir tóku til við hringgönguna á ný; þá mynduðu spjöldin í sameiningu setninguna „Endalaus hringganga hinna þrjósku hefur nú staðið yfir í … klukkutíma", og var talan krotuð á svarta töflu með krít. Þegar ég kom þangað fyrst stóð „389 klukkustundir" á töflunni, síðar var talan komin rétt upp fyrir 900, og enn var gengið. Menn komu og snerust nokkra hringi, svo fóru þeir og aðrir komu í staðinn. Stundum voru þeir yfir hundrað, en á nóttunni lækkaði talan. Þessi mikla hringganga hófst á hádegi 23. mars, og var hún liður í mótmælaaðgerðum kennara, stúdenta og vísindamanna gegn breytingum sem háskólamálaráðherrann, Valérie Pécresse, ætlaði að gera á háskólum og vísindastofnunum í landinu, að undirlagi Sarkozys sjálfs. Kannske varð Ráðhústorgið fyrir valinu vegna þess að það er mjög miðsvæðis í París, eins og liggur í hlutarins eðli, steinsnar frá Vorrar frúar kirkju, en það hafði vafalaust sitt að segja að þessi staður heitir réttu nafni „Eyrartorg". Þegar verkamenn lögðu niður vinnu áður fyrr tóku þeir sér þar stöðu og hreyfðu sig hvergi, þeir voru sem sé um kyrrt „á eyrinni" og af þeim sökum hefur verkfall æ síðan verið kallað „eyri" (greve) á frönsku. Ekki bar á öðru en þessi hringganga fengi góðar undirtektir meðal þeirra fjölmörgu sem áttu leið um torgið; borgarstjórinn í París bauð göngumönnum að koma á skrifstofuna til sín og drekka með sér te ef þeim yrði kalt, en þeir vildu ekki nema staðar. Einu sinni fengu þeir símskeyti, og á því stóð „Og samt snýst hún. Haldið áfram!" Undirskriftin var Galileo Galilei. En þessi hringganga var einungis sýnilegur hluti þessara aðgerða, því annað og meira var að gerast á öðrum vettvangi. Í byrjun febrúar hófst mótmælabylgja í háskólum og vísindastofnunum um allt Frakkland, farið var í mótmælagöngur með vissu millibili, víða féll öll háskólakennsla niður og sums staðar var byggingunum jafnvel lokað. Þar sem janúar er prófmánuður, hefur alls engin kennsla farið fram í ýmsum háskólum síðan fyrir jól, þar á meðal einum háskóla í París að minnsta kosti. Ástæðurnar fyrir þessu eru margvíslegar. Að undanförnu hefur háskólaráðherrann Valérie Pécresse verið að mylgra út alls kyns tilskipunum og lagafrumvörpum um endurskipun háskóla og rannsóknarstofnana, einkum á sumrin þegar háskólamenn eru gjarnan í fríi og háskólastofnanir lokaðar. Ein lögin stefndu að því að gera háskóla sjálfstæða og fólust einkum í þeim aukin völd til handa háskólaforsetum, svo kom tilskipun sem átti að endurskipuleggja starf háskólakennara og skilja að einhverju leyti í sundur kennslu og rannsóknir. Af því gat leitt að mönnum yrði mjög mismunað; kennara átti að vega og meta, og ef t.d. háskólaforseta leist ekki vel á rannsóknir eins eða annars gat hann sett þann hinn sama alfarið í kennslu. En í heild sýndist mönnum að þessar nýskipanir væru einkum leið til meiri frjálshyggju: ríkið myndi nú nota þetta „sjálfstæði" háskólanna til að draga úr fjárveitingu til þeirra og mismuna þeim um leið, og láta svo háskólaforsetana um að finna það aukafjármagn sem er nauðsynlegt til að halda uppi starfinu. Það hefur heyrst að þeir þurfi nú þegar að vera úti um hvippinn og hvappinn á höttunum eftir „sponsorum". Þetta þótti kennurum illt, en svo bætti Valérie Pécresse gráu ofan á svart með því að tilkynna að á næsta skólaári yrðu 900 kennarastöður lagðar niður í háskólum. Smiðshöggið rak svo Sarkozy í ræðu sem hann flutti 22. janúar og mikill hvellur varð út af. Þar hæddist hann nokkuð gróflega að frönskum vísindamönnum, sem lifðu þægilegu lífi á kostnað ríkisins en gerðu aldrei neinar uppgötvanir. Af þessum sökum jókst andstaðan æ meir, ýmsir sem voru fylgjandi fyrstu ráðstöfunum Valérie Pécresse snerust síðan gegn þeim þegar þeir sáu framhaldið. En mér er þó nær að halda að annað og meira sé á bak við: um langt skeið hafa yfirvöld sífellt verið að vega að háskólunum með alls kyns ruglingslegum „umbótum" sem gera kennurum starfið sífellt erfiðara, og nú var mælirinn fullur. Menn velta því jafnvel fyrir sér hvort þessir síðustu atburðir séu ekki með ráðum gerðir: Valérie Pécresse hafi leitast við að koma illindum af stað til að eiga auðveldara með að brjóta háskólamenn á bak aftur, líkt og Járnlafðin fór að með verklýðsfélög. Því er nú mikill óhugur í mönnum, hringgöngunni var hætt eftir nákvæmlega 1000 klukkustundir, skólaárið virðist víða ætla að fara fyrir lítið, og yfirvöldin verða sífellt digurbarkalegri.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun