Sport

Bolt: Ekkert mál að bæta heimsmetið í 100 metra hlaupi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Usain Bolt.
Usain Bolt. Nordic Photos/Getty Images

Fljótasti maður heims, Usain Bolt, gerir fastlega ráð fyrir því að bæta eigið heimsmet í 100 metra hlaupi á næstunni. Það sem meira er þá telur hann það ekki vera neitt mál.

Bolt setti glæsilegt heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking er hann kom í mark á 9,69 sekúndum en sá tími fellur í ár að mati Bolt.

„Þjálfarinn minn sagði í Peking að ég gæti hlaupið á 9,54 sekúndum og ég veit ég get það," sagði Bolt brattur.

„Þetta 100 metra hlaup í Peking var bara annar dagur í vinnunni hjá mér. Ég vissi að ég myndi vinna. Tími minn í hlaupinu hefði verið í kringum 9,50 sekúndur ef ég hefði ekk hægt á mér í restina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×