Viðskipti erlent

Atvinnuleysi eykst

Fólk á leið úr atvinnu­­miðlun í Madríd á Spáni. Atvinnuleysi var þar mest innan aðildar­ríkja OECD í janúar, eða 14,8 prósent.
Fólk á leið úr atvinnu­­miðlun í Madríd á Spáni. Atvinnuleysi var þar mest innan aðildar­ríkja OECD í janúar, eða 14,8 prósent. Mynd/AP

Atvinnuleysi mældist 6,9 prósent í janúar innan þeirra 30 ríkja sem aðild eiga að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD), samkvæmt tölum sem birtar voru í vikunni. Þetta er 8,3 prósenta aukning á milli mánaða en 1,3 prósent frá sama tíma í fyrra. Af einstökum hagsvæðum mældist atvinnuleysi 8,3 prósent á evrusvæðinu en 8,1 prósent í Bandaríkjunum. Aukningin er innan allra aðildarríkjanna að Japan og Mexíkó undanskildum en þar dróst atvinnuleysi saman um 4,3 til 4,6 prósent milli mánaða. Mesta atvinnuleysið var á Spáni, eða 14,8 prósent.

Tölur um atvinnuleysi hér eru ekki í upplýsingum OECD. Það mældist 6,6 prósent í mánuðinum, samkvæmt Vinnumálastofnun, sem er 32 prósenta aukning frá í desember. Tölur sem þessar hafa ekki sést síðan í janúar 1995 en þá var atvinnuleysi 6,8 prósent. Á sama tíma í fyrra stóð atvinnuleysi í einu prósenti. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×