Umfjöllun: Sigurbjörn tryggði Val sigur á KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2009 18:46 Baldur Aðalsteinsson reynir skot að marki KA í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32
Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45