Íslenski boltinn

Sara Björk komin með næringarbakhjarl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í A-landsliði kvenna.
Sara Björk Gunnarsdóttir er orðin lykilmaður í A-landsliði kvenna. Mynd/Stefán

Landsliðskonan unga úr Breiðabliki, Sara Björk Gunnarsdóttir og EAS hafa undirritað samning til tveggja ára sem þýðir að EAS verður næringarbakhjarl Söru Bjarkar.

Sara Björk ætlar sér mikið með bæði A-landsliðinu og Breiðabliksliðinu í sumar en hún er lykilmaður á báðum vígstöðum.

Sara Björk hefur leikið sextán landsleiki og skorað í þeim fimm mörk. Hún skoraði 4 mörk í 6 leikjum með Breiðabliki í úrvalsdeild kvenna í fyrra eftir að hún kom í láni frá Haukum.

Markmið EAS er að framleiða árangursrík og örugg fæðubótarefni fyrir fólk sem stundar íþróttir, líkamsrækt og lifir heilsusamlegu lífi. EAS vörurnar eru vottaðar ,,Doping Free".

Þannig standast þær kröfur Olympíusambandsins um að engin efni á bannlista sambandsins séu til staðar í vörunum og geti hugsanlega komið fram á lyfjaprófi.

Fleiri íslenskir íþróttamenn eru á samning hjá EAS og þar má nefna handboltamennina Loga Geirsson og Aron Pálmarsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×