Körfubolti

NBA í nótt: Toronto lagði Houston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chris Bosh og Hedo Turkoglu voru frábærir í nótt.
Chris Bosh og Hedo Turkoglu voru frábærir í nótt. Mynd/AP

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þar sem Toronto vann til að mynda góðan sigur á Houston á heimavelli, 101-88.

Hedo Turkoglu kom til Toronto frá Orlando í sumar og var með 23 stig í leiknum í nótt en það er persónulegt met hjá honum í vetur. Chris Bosh var stigahæstur með 27 stig.

Þetta var þriðji sigur Toronto í vetur gegn liði sem er með jákvætt sigurhlutfall en Toronto var með forystuna allan leikinn.

Hjá Houston var Carl Landry með 25 stig, Luis Scola 21 og fimmtán fráköst og Aaron Brooks 20. Trevor Ariza, stigahæsti leikmaður Houston í vetur, skoraði aðeins eitt stig í leiknum og var svo vísað af velli í þriðja leikhluta fyrir að reyna að slá til andstæðings.

Memphis vann Miami, 118-90. Rudy Gay skoraði 41 stig fyrir Memphis sem er persónulegt met. Marc Gasol skoraði sextán stig og tók fimmtán fráköst.

Atlanta vann New Jersey, 130-107. Maurice Evans skoraði 22 stig og Joe Johnson var með 21 stig og tíu stoðsendingar.

Cleveland vann Oklahoma City, 102-89. LeBron James skoraði 44 stig sem er það mesta sem hann hefur verið með í einum leik í vetur.

San Antonio vann LA Clippers, 115-90. Tim Duncan var með 21 stig þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Richard Jefferson og Manu Ginobili voru með sautján stig hvor.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×