Fótbolti

Sárasta tap í sögu Real Madrid

Nordic Photos/Getty Images

Stuðningsmenn Real Madrid eru enn ekki farnir að átta sig á því hvað gerðist í gær þegar lið þeirra var tekið í kennslustund 6-2 af Barcelona á eigin heimavelli.

Real Madrid hefur ekki fengið svona slæman skell á heimavelli í 80 ár og í könnun sem gerð var í Madrid kemur fram að áhangendur liðsins kalla tapið það sárasta í sögu félagsins.

Real hefur áður tapað illa á heimavelli og tapaði m.a. 5-0 fyrir Barcelona árið 1974 þegar Johan Cryuff var allt í öllu hjá Katalóníuliðinu, en vægi leiksins í gær var gríðarlega mikið og því eiga stuðningsmenn Real líklega aldrei eftir að gleyma þessum ljóta skell.

Barcelona hefur sjö stiga forystu á Real Madrid eftir sigurinn þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir, svo ljóst er að aðeins stórslys getur komið í veg fyrir að titilinn fari til Katalóníu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×