Sport

Pistorius á sjúkrahúsi

NordcPhotos/GettyImages

Suður-Afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius fór í aðgerð á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg dag eftir að hafa lent í bátaslysi í gær.

Umboðsmaður hlauparans staðfesti þetta í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Ekki hefur verið greint nánar frá tildrögum slyssins, en meiðsli hans munu hafa verið nokkuð alvarleg.

Pistorius missti báðar fætur þegar hann var barn en keppir í spretthlaupum á gervifótum sem smíðaðir voru af íslenska stoðtækjafyrirtækinu Össuri. Hann byrjaði að keppa gegn ófötluðum árið 2007.

Pistorius komst í heimsfréttirnar í sumar er hann vann mál fyrir áfrýjunardómstóli sem gaf honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum. Hins vegar náði hann ekki lágmarki í 400 metra hlaupi eins og hann stefndi að.

Hann vann til þriggja gullverðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í fyrrasumar í flokki T44 í 100, 200 og 400 metra hlaupi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×