Þorvaldur: Það mátti ekki miklu muna í þessum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2009 19:15 Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram. Mynd/Pjetur „Þetta var góður sigur hjá okkur og við erum mjög sáttir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir að liðið sló bikarmeistara KR út úr undanúrslitum VISA-bikarsins með 1-0 sigri á Laugardalsvellinum í dag. „Við ætluðum okkur að vera þolinmóðir. Við höfum átt í vandræðum með það að verða óþolinmóðir þegar hlutirnir eru ekki alveg að virka og líka þegar þeir eru að virka. Það mátti ekki miklu muna í þessum leik og þetta hefði getað dottið báðum megin eins og ég bjóst við fyrir leikinn," sagði Þorvaldur. „Við byrjuðum ekki nógu vel og það var aðallega út af því að sendingarnar okkar voru ekki að rata rétta leið. Við vorum að koma okkur sjálfir í vandræði með lélegum sendingum en síðan náðum við að stilla strengina og róa okkur aðeins. Þá fórum við kannski að hitta bláar skyrtur og um leið fór þetta að ganga betur," sagði Þorvaldur. Jón Guðni Fjóluson hefur komið að mörgum mikilvægum mörkum hjá Fram í sumar og hann lagði upp sigurmarkið á frábæran hátt. „Jón Guðni gerði þetta vel þegar hann lagði upp markið en ef hann hefði spilað fyrri hálfleikinn jafnvel og þann seinni þá hefði stressið kannski ekki verið svona mikið," sagði Þorvaldur í léttum tón. Varamaðurinn Joe Tillen var hetja Framara og skoraði dæmigert mark fyrir þennan skeinuhætta vængmann. „Joe Tillen á þessi hlaup til og það var ánægjulegt að sjá hann sleppa þarna í gegn. Hann kláraði síðan færið alveg frábærlega," sagði Þorvaldur sem hafði sett Joe inn á sextán mínútum fyrr. Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
„Þetta var góður sigur hjá okkur og við erum mjög sáttir," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram eftir að liðið sló bikarmeistara KR út úr undanúrslitum VISA-bikarsins með 1-0 sigri á Laugardalsvellinum í dag. „Við ætluðum okkur að vera þolinmóðir. Við höfum átt í vandræðum með það að verða óþolinmóðir þegar hlutirnir eru ekki alveg að virka og líka þegar þeir eru að virka. Það mátti ekki miklu muna í þessum leik og þetta hefði getað dottið báðum megin eins og ég bjóst við fyrir leikinn," sagði Þorvaldur. „Við byrjuðum ekki nógu vel og það var aðallega út af því að sendingarnar okkar voru ekki að rata rétta leið. Við vorum að koma okkur sjálfir í vandræði með lélegum sendingum en síðan náðum við að stilla strengina og róa okkur aðeins. Þá fórum við kannski að hitta bláar skyrtur og um leið fór þetta að ganga betur," sagði Þorvaldur. Jón Guðni Fjóluson hefur komið að mörgum mikilvægum mörkum hjá Fram í sumar og hann lagði upp sigurmarkið á frábæran hátt. „Jón Guðni gerði þetta vel þegar hann lagði upp markið en ef hann hefði spilað fyrri hálfleikinn jafnvel og þann seinni þá hefði stressið kannski ekki verið svona mikið," sagði Þorvaldur í léttum tón. Varamaðurinn Joe Tillen var hetja Framara og skoraði dæmigert mark fyrir þennan skeinuhætta vængmann. „Joe Tillen á þessi hlaup til og það var ánægjulegt að sjá hann sleppa þarna í gegn. Hann kláraði síðan færið alveg frábærlega," sagði Þorvaldur sem hafði sett Joe inn á sextán mínútum fyrr.
Íslenski boltinn Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira