Sport

Bolt og Gay mætast í úrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Usain Bolt og nýja heimsmetið.
Usain Bolt og nýja heimsmetið. Nordic Photos / Getty Images

Usain Bolt og Tyson Gay komust örugglega áfram í úrslit í 100 metra hlaupi karla á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem fer fram í Berlín í Þýskalandi.

Heimsmethafinn Bolt hlaup í fyrri riðlinum og kom þar fyrstur í mark á 9,89 sekúndum.

Gay var í síðari riðlinum og hljóp á 9,93 sekúndum, Asafa Powell frá Jamaíku kom næstur á 9,95 sekúndum. Alls hlupu sex af þeim átta köppum sem komust í úrslitin á tíma undir tíu sekúndum.

Þess má svo geta að Bretinn umdeildi, Dwain Chambers, náði áttunda besta tímanum er hann hljóp á 10,04 sekúndum og komst þar með í úrslitahlaupið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×