Tyrkneskt vatn flutt inn í plastflöskum Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 29. apríl 2009 07:30 Vatn frá Tyrklandi. Stefán Gíslason umhverfisfræðingur keypti hálfslítra flösku með nafninu Pinar í Krónunni um daginn. Mynd/Stefán „Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
„Þetta vakti forvitni mína því að ég hef aldrei skilið hvers vegna Íslendingar ættu að flytja inn vatn en mér finnst eiginlega liggja miklu beinna við að flytja það út," segir Stefán Gíslason, umhverfisfræðingur í Borgarnesi. Hann keypti nýlega hálfs lítra vatnsflösku undir merkjum Pinar frá Tyrklandi í Krónunni í Mosfellsbæ. Flaskan, sem er með venjulegu lindarvatni og flutt inn frá Danmörku, var seld með 55 prósenta afslætti, eða á 29 krónur stykkið, enda síðasti söludagur skammt undan. Tappinn var settur á flöskuna í apríllok 2008. „Mér fannst merkilegt að við flyttum inn vatn frá Danmörku á sama tíma og Kaupmannahafnarbúar sjá fram á varanlegan vatnsskort. En ég var samt miklu meira hissa þegar ég sá að þetta sjálfsagt ágæta vatn hefði verið flutt til Danmerkur frá Tyrklandi," segir hann. Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri hjá Kaupási, segir að fjörutíu feta gámur, eða um fimmtíu bretti, af tyrknesku vatni hafi verið fluttur til landsins og vatnið selt í tilraunaskyni í öllum stóru Krónubúðunum. „Við gerðum prufu til að sjá hvernig þetta kæmi út. Það er mjög mikil sala á vatni, bæði hreinu og blönduðu með til dæmis sítrónu eða ávöxtum, og það var gott verð á þessu vatni." Móttökurnar hafa verið góðar en Kristinn telur að vatnið komi ekki aftur. „Við erum alltaf að kanna hvað markaðurinn vill. Fólk er hrifnara af íslensku vatni, Kristal og Toppi, en erlendu vatni." Stefán bendir á að kranavatn sé miklu ódýrara og betra en innflutt vatn. „Mikil orka fer í að framleiða umbúðir og flytja vatnið þannig að þetta er fáránlegt. Það er líka fáránlegt að Íslendingar kaupi vatn í flösku úti í búð þótt það sé framleitt innanlands vegna þess að vatnsframleiðslan kostar meira, þarf meiri orku og vatnið er verra hvað gæðin varðar." Stefán sagði frá vatnskaupunum á bloggsíðu sinni og fékk meðal annars viðbrögðin: „Getur það verið að við séum að eyða dýrmætum gjaldeyri í að kaupa þetta af Dönum?" Kristinn segir að vatnið hafi verið keypt og flutt inn fyrir bankahrun.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira