Fótbolti

Real Madrid tapaði fjórða leiknum í röð

Arjen Robben og stjörnurnar í Real voru niðurlægðir á Bernabeu í kvöld
Arjen Robben og stjörnurnar í Real voru niðurlægðir á Bernabeu í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Spænska stórliðið Real Madrid virðist ekki ætla að ljúka leiktíðinni með sæmd eftir að hafa fallið úr leik í keppninni um meistaratitilinn á dögunum.

Í kvöld mátti liðið sætta sig við fjórða tapið í röð í deildinni - nú gegn Mallorca á heimavelli 3-1.

Real komst yfir í leiknum eftir 20 mínútna leik með marki Gonzalo Higuain, en Juan Arango jafnaði sex mínútum síðar fyrir Mallorca.

Þeir Cléber Santana og Alhassane Keita tryggðu svo gestunum sigurinn með mörkum í síðari hálfleik.

Real er í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina og hefur 78 stig - átta stigum minna en meistarar Barcelona.

Sevilla er í þriðja sætinu með 67 stig og Atletico hefur 64 stig í fjórða sætinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×