Viltu skrifa upp á fyrir mig? Eygló Harðardóttir skrifar 16. júní 2009 06:00 Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun