Enski boltinn

Jerzy Dudek aftur valinn í pólska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jerzy Dudek í búningi Real Madrid.
Jerzy Dudek í búningi Real Madrid. Mynd/AFP

Jerzy Dudek, varamarkvörður Real Madrid og fyrrum markvörður Evrópumeistaraliðs Liverpool, hefur verið valinn á ný í pólska landsliðið en þessi 36 ára markvörður var ekki í náðinni hjá Leo Beenhakker. Beenhakker var hinsvegar rekinn eftir 3-0 tap fyrir Slóveníu í síðasta leik og nýi þjálfarinn kallaði strax á Dudek.

Jerzy Dudek hefur aðeins spilað einn deildarleik með Real Madrid síðan að hann kom til liðsins frá Liverpool fyrir tímabilið 2007-08 en hann var einnig varamarkvörður hjá Liverpool síðustu tvö tímabilin sín á Anfield.

Jerzy Dudek hefur ekki spilað með landsliðinu í þrjú ár en aðalmarkvörður pólska landsliðsins síðustu misseri hefur verið Artur Boruc, markvörður Glasgow Celtic. Boruc hefur fengið harða gangrýni fyrir síðustu leiki þar sem hann hefur verið mistækur.

Pólverjar eiga eftir tvo leiki á móti toppliði Slóvakíu og Tékklandi. Þeir eiga þó ekki lengur möguleika á að komast á HM í Suður-Afríku.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×