Íslenski boltinn

Pepsi-deildin næstu þrjú árin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Merki Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Merki Íslandsmótsins í knattspyrnu.

SportFive og Ölgerðin hafa skrifað undir styrktaraðilasamning um að Íslandsmótið í knattspyrnu, efsta deild karla og kvenna, beri nafn Pepsi næstu þrjú árin.

Þetta tilkynnti Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum sambandsins í dag.

SportFive er rétthafi markaðsleyfa fyrir efstu deild karla hér á landi.

Geir tók sérstaklega fram að Pepsi-deildin sé komin til að vera næstu þrjú árin en á síðasta ári samningstímans, árið 2011, verður Íslandsmót karla 100 ára gamalt.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, sagði að tilgangurinn með þessu væri að auka sölu Pepsi, fyrst og fremst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×