Körfubolti

Denver jafnaði metin á móti Lakers í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
JR Smith fagnar einni af mörgum körfum sínum í leiknum.
JR Smith fagnar einni af mörgum körfum sínum í leiknum. Mynd/GettyImages

Denver Nuggets vann 19 stiga sigur á Los Angeles Lakers, 120-101, í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta og staðan í einvíginu er því jöfn, 2-2.

Chauncey Billups leiddi sína menn og skoraði 24 stig í leiknum. Það kom ekki að sök þótt að Carmelo Anthony hafi barist við ökklameiðsli og magakveisu og aðeins hitt úr 3 af 16 skotum sínum.

Það voru aukaleikararnir sem útslagið hjá Denver. JR Smith skoraði 12 af 24 stigum sínum í fjórða leikhluta og þeir Kenyon Martin (13 stig and 15 fráköst) og Nene (14 stig og 13 fráköst) voru báðir með tvennu. Þá má ekki gleyma Linas Kleiza sem skoraði 10 stig og Chris Andersen tók 14 fráköst.

Kobe Bryant var enn á ný stigahæsti leikmaður vallarins með 34 stig og Pau Gasol skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. „Við stóðum okkur ágætlega og lokatölurnar gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins," sagði Kobe Bryant.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×