Fótbolti

Sölvi Geir og félagar byrja tímabilið á sigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði SønderjyskE.
Sölvi Geir Ottesen er fyrirliði SønderjyskE. Mynd/Heimasíða SønderjyskE

Sölvi Geir Ottesen og félagar í SønderjyskE unnu 1-0 sigur á Randers FC í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í dag en leikurinn fór fram á heimavelli SønderjyskE.

Sölvi Geir lék allan leikinn í miðri vörn SønderjyskE en hann er fyrirliði og leiðtogi liðsins. Sigurmark liðsins kom strax á 8. mínútu leiksins og það skoraði Kenneth Fabricius.

Randers FC endaði í fimmta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og var fimm sætum ofar en SønderjyskE sem rétt bjargaði sér frá falli. Randers FC vann báða innbyrðisleiki liðanna á síðasta tímabilið með markatölunni 7-2.

Þjálfari Randers FC er gamli danski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Arsenal, John Faxe Jensen, en hann tók við liðinu í ársbyrjun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×