Enski boltinn

Ronaldo: Ég styð enn Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki í leik með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo fagnar marki í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Cristiano Ronaldo fylgist enn grannt með sínum gömlu félögum í Manchester United og horfir á alla leiki liðsins í sjónvarpi.

Ronaldo fór frá United til Real Madrid í sumar fyrir 80 milljónir punda í sumar sem er það mesta sem nokkurt félag hefur greitt fyrir einn leikmann.

„Ég reyni að horfa á leiki United í sjónvarpinu þegar ég get," sagði Ronaldo í samtali við enska fjölmiðla. „Ég hef enn áhuga á því sem gerist á Old Trafford. Og þótt ég sé hjá Real Madrid núna er ég samt ánægður þegar United vinnur sína leiki."

„Ég hef líka tekið eftir því að Nani er að spila meira á þessu tímabili en þegar ég var þarna. Það er gott fyrir hann og hann mun græða á því."

„Nú þegar hann fær fleiri tækifæri mun hann sýna stuðningsmönnum liðsins hversu góður knattspyrnumaður hann er."

„Hann er frábær knattspyrnumaður og ég er ekki í vafa um það að hann verður meðal bestu knattspyrnumanna heims eftir nokkur ár."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×