Sport

Frábært fyrir áhorfendur - skelfilegt fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Nadal tapaði óvænt fyrir lítt þekktum tennisspilara frá Argentínu.
Rafael Nadal tapaði óvænt fyrir lítt þekktum tennisspilara frá Argentínu. Mynd/GettyImages

Rafael Nadal, efsti maður heimslistans, tapaði óvænt fyrir Argentínumanninum Juan Martin Del Potro á opna Sony Ericsson mótinu í tennis í gær. Del Potro er þar með kominn í fyrsta sinn í undanúrslit á stóru móti.

Juan Martin Del Potro var vel studdur af áhorfendum í Miami og sýndi mikinn styrk með að vinan lokahrinuna 7-6 eftir að hafa lent 0-3 undir í upphafi hennar.

„Þetta var kannski frábært fyrir áhorfendur en þetta var skelfilegt fyrir mig," sagði Nadal eftir leikinn. „Ég lék illa allan tímann og það er saga þessa leiks. Mér tókst síðan að spila enn verr eftir að ég komst í 3-0 í lokahrinunni. Ég var með leikinn en þetta var stórslys," sagði Nadal.

Juan Martin Del Potro mætir Andy Murray í undanúrslitunum en hinum megin mætast Roger Federer og Novak Djokovic.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×