Viðskipti innlent

Fyrstu tekjur Atlantic Petroleum skila sér í hús

Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum.
Wilhelm Petersen, forstjóri Atlantic Petroleum. Mynd/Valli

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum tapaði 89,7 milljónum danskra króna í fyrra, sem er 13,7 milljónum meira en í hitteðfyrra. Þetta jafngildir rúmum 1,7 milljarði íslenskra króna. Þetta er engu að síður fyrsta árið sem tekjur af olíuframleiðslu skila sér í kassa fyrirtækisins.

Tekjur olíuleitarfélagsins námu 43,3 milljónum danskra króna, sem eru tilkomnar af olíuvinnslu.

Stærstu hluti tapsins skýrist af neikvæðum gengisáhrifum breska pundsins gagnvart danskri krónu sem skilar sér í tapi upp á 142,1 milljón danskra króna. Hagnaðurinn af sama lið nam 27,7 milljónum danskra króna í hitteðfyrra. Það hefur þó engin áhrif á lausafjárstöðu félagsins, að því er segir í uppgjöri Atlantic Petroleum.

Á meðal tekna fyrirtækisins er sala á olíu og gasi fyrir 54,88 dali að meðaltali á á tunnu á seinni hluta síðasta árs. Þetta er jafnfram fyrsta sala fyrirtækisins frá upphafi.

Uppgjör Atlantic Petroleum










Fleiri fréttir

Sjá meira


×