Körfubolti

Ferðalag Lakers byrjar vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gasol og Kobe voru sterkir í nótt.
Gasol og Kobe voru sterkir í nótt. Nordic Photos/Getty Images

Sjö leikja ferðalag Lakers hófst í nótt þegar liðið sótti Chicago Bulls heim. Það var engin þreyta í strákunum hans Phil Jackson sem unnu góðan sigur.

Lakers hefur verið í vandræðum með að halda forystu í síðustu leikjum en i nótt lentu þeir undir, allt að 16 stigum. Það reyndist minna vandamál að vinna upp forskot en tapa því.

Kobe Bryant sterkur með 28 stig og Pau Gasol bætti 23 við. Áhorfendur í Chicago tóku vel á móti Kobe í leiknum og sungu "MVP" sem honum þótti ánægjulegt en sérstakt.

Boston vann góðan útisigur á Memphis og Cleveland hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á heimavelli gegn Atlanta.

Bæði lið voru búin að vinna sjö leiki í röð en Atlanta átti aldrei möguleika gegn sterku liði Cavaliers sem er búið að vinna 32 leiki á heimavelli og aðeins tapa einum.

Úrslit næturinnar:

Cleveland-Atlanta 102-96

Orlando-NY Knicks 110-103

Charlotte-Indiana 83-108

Memphis-Boston 87-105

Chicago-LA Lakers 109-117

Milwaukee-Portland 84-96

Phoenix-Washington 128-96

Staðan í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×