Hvað er líkt með metliðum Njarðvíkur 1988-89 og KR 2008-09? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2009 12:19 Jón Arnór Stefánsson er búinn að skora 16,3 stig á 26,6 mínútum í vetur. Fréttablaðið/Valli KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. KR-liðið jafnaði 20 ára gamalt met Njarðvíkur með fjórtánda sigrinum í röð fyrir tólf dögum en liðið vann þá Breiðablik. Í kvöld sækja Vesturbæingar Snæfellinga heim í Hólminn og hefst leikurinn klukkan 19.15. Snæfellingar eru búnir að styrkja lið sitt frá því að þeir töpuðu með sex stigum fyrir KR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar og hafa nú unnið fimm leiki í röð í Iceland Express deild karla. Snæfellingar eru nú komnir með bandaríska leikstjórnandann Lucious Wagner sem á að reyna að halda aftur af Jóni Arnóri Stefánssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni sem voru með 51 stig saman í bikarleiknum í nóvember. Með sigri í kvöld bæta KR-ingar met Njarðvíkinga frá 1988-89. Það er gaman að bera saman þessi tvö lið sem eiga ýmislegt sameiginlegt þótt að sigurganga KR-inga hafi verið öllu meira sannfærandi en sú hjá Njarðvík fyrir tveimur áratugum síðan. KR-ingar eru búnir að vinna fjórtán fyrstu leiki sína með 25,7 stig að meðaltali í leik. Njarðvíkingar unnu sína fjórtán leiki með 18,3 stiga mun að meðaltali fyrir tuttugu árum. Njarðvíkingar fengu þá færri stig á sig en KR í ár (71,2 á móti 73,5) en KR-liðið í ár skoraði aftur á móti miklu fleiri stig (99,2 á móti 89,5). Sigurganga Njarðvíkinga fyrir rúmum 20 árum endaði í Grindavík 29. nóvember 1988. Þetta var annar leikur liðanna en Njarðvík hafði unnið nauman eins stigs sigur, 68-67, í fyrri leiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík átti aldrei möguleika gegn Grindavík þetta þriðjudagskvöld, Grindavík var með fjórtán stiga forskot í hálfleik og náði mest 22 stiga forustu í seinni hálfleik áður en Njarðvík náði að minnka muninn niður í 12 stig, 88-76, fyrir lokaflautið. Það dugði ekki Njarðvík að Teitur Örlygsson skoraði 27 stig í leiknum. Teitur Örlygsson var í lykilhlutverki hjá Njarðvík fyrir tuttugu árum. Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar þetta tímabil með 22 sigra í 26 leikjum og fjögurra stiga forskot á nágranna sína í Keflavík. Njarðvík varð einnig bikarmeistari eftir 78-77 sigur á ÍR í úrslitaleiknum en á leið sinni í úrslitaleikinn hafði liðið slegið út Keflavík (2. sæti), Íslandsmeistara Hauka og KR (3. sæti). Vonbrigðin urðu aftur á móti mikil í úrslitakeppninni þar sem liðið vann ekki leik og tapaði 0-2 fyrir KR í undanúrslitunum. Nágrannarnir í Keflavík urðu síðan Íslandsmeistarar í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á KR í lokaúrslitunum. KR-ingar hafa unnið alla 25 leiki tímabilsins til þessa, 14 í deild, 4 í bikar, 4 í fyrirtækjabikar og 3 í Reykjavíkurmótinu. Á leið sinni í bikarúrslitin hafa KR-ingar þurft að fara erfiðu leiðina eins og Njarðvík fyrir 20 árum því KR er búið að slá út liðin í 2. til 4. sæti í Iceland Express deildinni. Líkt og hjá KR í ár þá voru leikmenn Njarðvíkur 1988-89 strákar á svipuðum aldri sem voru aldir upp hjá félaginu. Þeir sex leikmenn liðsins sem spiluðu mest í liðinu voru á aldrinum 20 til 24 ára. Það var enginn Bandaríkjamaður í NJarðvíkurliðinu því á þessum árum voru þeir ekki leyfðir í deildinni. Bandaríkjamaðurinn Chris Fadness þjálfaði aftur á móti liðið á þessu tímabili. Hér á eftir fer léttur samanburður á þessum tveimur liðum og tölfræði leikmanna þeirra í þessum fjórtán sigurleikjum frá upphafi tímabilsins. Jason Dourisseau á ferðinni gegn Grindavík.Fréttablaðið/Arnþór Leikstjórnandinn: Njarðvík 1988-89: Ísak Tómasson, 24 ára KR 2008-89: Jakob Örn Sigurðarson, 26 ára Ísak var að skora 16,5 stig á 28,8 mínútum í leik og var annar stigahæsti leikmaður Njarðvíkurliðsins í fyrstu fjórtán leikjunum. Hann var einnig efstur í liðinu í stoðsendingum með 3,5 að meðaltali í leik. Jakob er búinn að skora 17,4 stig á 28,6 mínútur og er stigahæsti leikmaður KR-liðsins. Jakob er einnig í 2. sæti í liðinu yfir stoðsendingar með 4,8 að meðaltali í leik. Jakob er búinn að skora 42 þriggja stiga körfur eða 3 að meðaltali í leik.Skotbakvörður : Njarðvík 1988-89: Friðrik Ingi Rúnarsson, 20 ára KR 2008-89: Jón Arnór Stefánsson, 26 ára Friðrik Ingi var að skora 13,0 stig á 24,6 mínútum og var með 39,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 53,1 prósent skotnýtingu. Friðrik var þriðji stigahæsti leikmaður Njarðvíkur á hverjar 40 mínútur spilaðar. Friðrik Ingi kom einnig inn af bekknum og þá byrjaði Hreiðar Hreiðarsson í stöðu kraftframherja og Teitur færði sig niður í skotbakvörðinn. Jón Arnór er búinn að skora 16,3 stig á 26,6 mínútum og er með 48,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 44,6 prósent skotnýtingu. Jón Arnór er einnig þriðji í stoðsendingum hjá KR með 4,6 að meðaltali í leik.Lítill framherji: Njarðvík 1988-89: Teitur Örlygsson, 21 árs KR 2008-89: Jason Dourisseau, 25 ára Teitur var stigahæsti leikmaður Njarðvíkur með 18,9 stig á 31,5 mínútum í leik auk þess að verða annar í bæði fráköstum (7,5) og stoðsendingum (3,3). Teitur stal auk þess langflestum boltum (4,6) og skoraði flestar þriggja stiga körfur í liðinu (23 í 14 leikjum).Jason er búinn að skora 16,9 stig á 25,0 mínútum í leik og er annar stigahæsti leikmaður KR-liðsins. Jason er frákastahæsti leikmaður KR með 6,6 fráköst í leik en hann er auk þess með 50,5 prósent skotnýtingu og 39,5 prósent þriggja stiga nýtingu.Kraftframherji: Njarðvík 1988-89: Kristinn Einarsson, 21 árs KR 2008-89: Helgi Már Magnússon, 26 ára Kristinn var með 10,9 stig og 6,3 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútu. Kristinn var þriðji frákastahæsti leikmaður Njarðvíkurliðsins og í öðru sæti yfir stolna bolta með 3,5 að meðaltali í leik.Helgi Már er búinn að skora 9,7 stig, taka 5,0 fráköst og gefa 5,0 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum. Helgi er efstur í KR-liðinu í stoðsendingum og annar í stolnum boltum með 1,75 að meðaltali í leik. Þá er enginn í KR-liðinu búinn að verja fleiri skot.Miðherji: Njarðvík 1988-89: Helgi Rafnsson, 23 ára KR 2008-89: Fannar Ólafsson, 30 ára Helgi var með 14,0 stig og 12,9 fráköst á 30,8 mínútum í leik og nýtti 57,6 prósent skota sinna. Hann varð frákastahæsti leikmaður liðsins, þriðji stigahæstur og þriðji í stolnum boltum með 2,4 að meðaltali í leik. Fannar er búinn að skora 8,6 stig og taka 6,1 frákast á 18,5 mínútum í leik sem gera meðaltöl upp á 19,3 stig og 9,1 frákast á hverjar 40 mínútur. Fannar hefur nýtt 49,4 prósent skota sinna og er annar frákastahæsti leikmaður liðsins.Sjötti maður: Njarðvík 1988-89: Hreiðar Hreiðarssoon, 22 ára KR 2008-89: Darri Hilmarsson, 21 árs Hreiðar var með 10,7 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á 28,0 mínútum. Hreiðar var einnig með 2,4 stolna bolta að meðaltali og nýtti 48,1 prósent skota sinna og 78,6 prósent vítanna. Hreiðar byrjaði oft inn á í staðinn fyrir Friðrik Inga og Teitur færði sig þá niður í skotbakvörðinn.Darri Hilmarsson er búinn að skora 10,0 stig og taka 4,7 fráköst á 20,7 mínútum. Darri er búinn að hitta úr 50,9 prósent skotanna og 91,3 prósent vítanna en hann hefur sett niður 46,7 prósent þriggja stiga skota sinna í þessum 14 leikjum.Aðrir af bekknum: Njarðvík 1988-89: Friðrik Ragnarsson, 18 ára Ellert Magnússon, 27 ára KR 2008-89: Pálmi Freyr Sigurgeirsson, 30 ára Skarphéðinn Freyr Ingason, 31 árs Friðrik var með 8,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum en hann hitti úr 46,7 prósent þriggja stiga skota sinna og 82,4 prósent vítanna. Ellert var með 3,4 stig að meðaltali á 14,4 mínútum en hann kom aðeins við sögu í 5 leikjanna.Pálmi Freyr er búinn að skora 7,2 stig og gefa 2,6 stoðsendingar að meðaltali á 18,4 mínútum en hann hefur skorað 21 þriggja stiga körfu sem er það þriðja mesta í liðinu. Skarphéðinn er búinn að skora 5,7 stig og gefa 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 13,7 mínútum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Njarðvík hefði unnið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. 30. janúar 2009 20:22 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
KR-ingar geta í kvöld sett nýtt met í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að vinna fimmtán fyrstu deildarleiki tímabilsins. KR-liðið jafnaði 20 ára gamalt met Njarðvíkur með fjórtánda sigrinum í röð fyrir tólf dögum en liðið vann þá Breiðablik. Í kvöld sækja Vesturbæingar Snæfellinga heim í Hólminn og hefst leikurinn klukkan 19.15. Snæfellingar eru búnir að styrkja lið sitt frá því að þeir töpuðu með sex stigum fyrir KR á heimavelli í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar og hafa nú unnið fimm leiki í röð í Iceland Express deild karla. Snæfellingar eru nú komnir með bandaríska leikstjórnandann Lucious Wagner sem á að reyna að halda aftur af Jóni Arnóri Stefánssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni sem voru með 51 stig saman í bikarleiknum í nóvember. Með sigri í kvöld bæta KR-ingar met Njarðvíkinga frá 1988-89. Það er gaman að bera saman þessi tvö lið sem eiga ýmislegt sameiginlegt þótt að sigurganga KR-inga hafi verið öllu meira sannfærandi en sú hjá Njarðvík fyrir tveimur áratugum síðan. KR-ingar eru búnir að vinna fjórtán fyrstu leiki sína með 25,7 stig að meðaltali í leik. Njarðvíkingar unnu sína fjórtán leiki með 18,3 stiga mun að meðaltali fyrir tuttugu árum. Njarðvíkingar fengu þá færri stig á sig en KR í ár (71,2 á móti 73,5) en KR-liðið í ár skoraði aftur á móti miklu fleiri stig (99,2 á móti 89,5). Sigurganga Njarðvíkinga fyrir rúmum 20 árum endaði í Grindavík 29. nóvember 1988. Þetta var annar leikur liðanna en Njarðvík hafði unnið nauman eins stigs sigur, 68-67, í fyrri leiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík átti aldrei möguleika gegn Grindavík þetta þriðjudagskvöld, Grindavík var með fjórtán stiga forskot í hálfleik og náði mest 22 stiga forustu í seinni hálfleik áður en Njarðvík náði að minnka muninn niður í 12 stig, 88-76, fyrir lokaflautið. Það dugði ekki Njarðvík að Teitur Örlygsson skoraði 27 stig í leiknum. Teitur Örlygsson var í lykilhlutverki hjá Njarðvík fyrir tuttugu árum. Njarðvíkingar urðu deildarmeistarar þetta tímabil með 22 sigra í 26 leikjum og fjögurra stiga forskot á nágranna sína í Keflavík. Njarðvík varð einnig bikarmeistari eftir 78-77 sigur á ÍR í úrslitaleiknum en á leið sinni í úrslitaleikinn hafði liðið slegið út Keflavík (2. sæti), Íslandsmeistara Hauka og KR (3. sæti). Vonbrigðin urðu aftur á móti mikil í úrslitakeppninni þar sem liðið vann ekki leik og tapaði 0-2 fyrir KR í undanúrslitunum. Nágrannarnir í Keflavík urðu síðan Íslandsmeistarar í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á KR í lokaúrslitunum. KR-ingar hafa unnið alla 25 leiki tímabilsins til þessa, 14 í deild, 4 í bikar, 4 í fyrirtækjabikar og 3 í Reykjavíkurmótinu. Á leið sinni í bikarúrslitin hafa KR-ingar þurft að fara erfiðu leiðina eins og Njarðvík fyrir 20 árum því KR er búið að slá út liðin í 2. til 4. sæti í Iceland Express deildinni. Líkt og hjá KR í ár þá voru leikmenn Njarðvíkur 1988-89 strákar á svipuðum aldri sem voru aldir upp hjá félaginu. Þeir sex leikmenn liðsins sem spiluðu mest í liðinu voru á aldrinum 20 til 24 ára. Það var enginn Bandaríkjamaður í NJarðvíkurliðinu því á þessum árum voru þeir ekki leyfðir í deildinni. Bandaríkjamaðurinn Chris Fadness þjálfaði aftur á móti liðið á þessu tímabili. Hér á eftir fer léttur samanburður á þessum tveimur liðum og tölfræði leikmanna þeirra í þessum fjórtán sigurleikjum frá upphafi tímabilsins. Jason Dourisseau á ferðinni gegn Grindavík.Fréttablaðið/Arnþór Leikstjórnandinn: Njarðvík 1988-89: Ísak Tómasson, 24 ára KR 2008-89: Jakob Örn Sigurðarson, 26 ára Ísak var að skora 16,5 stig á 28,8 mínútum í leik og var annar stigahæsti leikmaður Njarðvíkurliðsins í fyrstu fjórtán leikjunum. Hann var einnig efstur í liðinu í stoðsendingum með 3,5 að meðaltali í leik. Jakob er búinn að skora 17,4 stig á 28,6 mínútur og er stigahæsti leikmaður KR-liðsins. Jakob er einnig í 2. sæti í liðinu yfir stoðsendingar með 4,8 að meðaltali í leik. Jakob er búinn að skora 42 þriggja stiga körfur eða 3 að meðaltali í leik.Skotbakvörður : Njarðvík 1988-89: Friðrik Ingi Rúnarsson, 20 ára KR 2008-89: Jón Arnór Stefánsson, 26 ára Friðrik Ingi var að skora 13,0 stig á 24,6 mínútum og var með 39,4 prósent þriggja stiga nýtingu og 53,1 prósent skotnýtingu. Friðrik var þriðji stigahæsti leikmaður Njarðvíkur á hverjar 40 mínútur spilaðar. Friðrik Ingi kom einnig inn af bekknum og þá byrjaði Hreiðar Hreiðarsson í stöðu kraftframherja og Teitur færði sig niður í skotbakvörðinn. Jón Arnór er búinn að skora 16,3 stig á 26,6 mínútum og er með 48,5 prósent þriggja stiga nýtingu og 44,6 prósent skotnýtingu. Jón Arnór er einnig þriðji í stoðsendingum hjá KR með 4,6 að meðaltali í leik.Lítill framherji: Njarðvík 1988-89: Teitur Örlygsson, 21 árs KR 2008-89: Jason Dourisseau, 25 ára Teitur var stigahæsti leikmaður Njarðvíkur með 18,9 stig á 31,5 mínútum í leik auk þess að verða annar í bæði fráköstum (7,5) og stoðsendingum (3,3). Teitur stal auk þess langflestum boltum (4,6) og skoraði flestar þriggja stiga körfur í liðinu (23 í 14 leikjum).Jason er búinn að skora 16,9 stig á 25,0 mínútum í leik og er annar stigahæsti leikmaður KR-liðsins. Jason er frákastahæsti leikmaður KR með 6,6 fráköst í leik en hann er auk þess með 50,5 prósent skotnýtingu og 39,5 prósent þriggja stiga nýtingu.Kraftframherji: Njarðvík 1988-89: Kristinn Einarsson, 21 árs KR 2008-89: Helgi Már Magnússon, 26 ára Kristinn var með 10,9 stig og 6,3 fráköst að meðaltali á 27,1 mínútu. Kristinn var þriðji frákastahæsti leikmaður Njarðvíkurliðsins og í öðru sæti yfir stolna bolta með 3,5 að meðaltali í leik.Helgi Már er búinn að skora 9,7 stig, taka 5,0 fráköst og gefa 5,0 stoðsendingar að meðaltali á 22,4 mínútum. Helgi er efstur í KR-liðinu í stoðsendingum og annar í stolnum boltum með 1,75 að meðaltali í leik. Þá er enginn í KR-liðinu búinn að verja fleiri skot.Miðherji: Njarðvík 1988-89: Helgi Rafnsson, 23 ára KR 2008-89: Fannar Ólafsson, 30 ára Helgi var með 14,0 stig og 12,9 fráköst á 30,8 mínútum í leik og nýtti 57,6 prósent skota sinna. Hann varð frákastahæsti leikmaður liðsins, þriðji stigahæstur og þriðji í stolnum boltum með 2,4 að meðaltali í leik. Fannar er búinn að skora 8,6 stig og taka 6,1 frákast á 18,5 mínútum í leik sem gera meðaltöl upp á 19,3 stig og 9,1 frákast á hverjar 40 mínútur. Fannar hefur nýtt 49,4 prósent skota sinna og er annar frákastahæsti leikmaður liðsins.Sjötti maður: Njarðvík 1988-89: Hreiðar Hreiðarssoon, 22 ára KR 2008-89: Darri Hilmarsson, 21 árs Hreiðar var með 10,7 stig og 5,6 fráköst að meðaltali á 28,0 mínútum. Hreiðar var einnig með 2,4 stolna bolta að meðaltali og nýtti 48,1 prósent skota sinna og 78,6 prósent vítanna. Hreiðar byrjaði oft inn á í staðinn fyrir Friðrik Inga og Teitur færði sig þá niður í skotbakvörðinn.Darri Hilmarsson er búinn að skora 10,0 stig og taka 4,7 fráköst á 20,7 mínútum. Darri er búinn að hitta úr 50,9 prósent skotanna og 91,3 prósent vítanna en hann hefur sett niður 46,7 prósent þriggja stiga skota sinna í þessum 14 leikjum.Aðrir af bekknum: Njarðvík 1988-89: Friðrik Ragnarsson, 18 ára Ellert Magnússon, 27 ára KR 2008-89: Pálmi Freyr Sigurgeirsson, 30 ára Skarphéðinn Freyr Ingason, 31 árs Friðrik var með 8,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum en hann hitti úr 46,7 prósent þriggja stiga skota sinna og 82,4 prósent vítanna. Ellert var með 3,4 stig að meðaltali á 14,4 mínútum en hann kom aðeins við sögu í 5 leikjanna.Pálmi Freyr er búinn að skora 7,2 stig og gefa 2,6 stoðsendingar að meðaltali á 18,4 mínútum en hann hefur skorað 21 þriggja stiga körfu sem er það þriðja mesta í liðinu. Skarphéðinn er búinn að skora 5,7 stig og gefa 2,5 stoðsendingar að meðaltali á 13,7 mínútum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Njarðvík hefði unnið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. 30. janúar 2009 20:22 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Njarðvík hefði unnið í oddaleik Óskar Ófeigur Jónsson tók í dag saman skemmtilegan pistil sem birtur var hér á Vísi þar sem borin voru saman lið Njarðvíkur fyrir 20 árum og svo lið KR í dag. 30. janúar 2009 20:22
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum