Körfubolti

Dansarnir hans LeBrons fóru í taugarnar á leikmanni Chicago

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James sést hér dansa á meðan leik Cleveland og Chicago stóð.
LeBron James sést hér dansa á meðan leik Cleveland og Chicago stóð. Mynd/AP

LeBron James dansaði ekki bara framhjá leikmönnum Chiacgo Bulls í 101-87 sigri Cleveland í beinni á Stöð 2 Sport í fyrrinótt heldur fagnaði hann ítrekað góðum sóknum liðsins í seinni hálfleik með því að setja á svið smá danssýningu að hætti hip-hop dansara.

Dans LeBron James fór mjög í taugarnar á leikmönnum Chicago og þá sérstaklega hjá hinum æsta og skapheita Joakim Noah.

„Þegar þú ert að tapa þá getur það verið mjög pirrandi þegar andstæðingurinn er að stríða þér á því með því að dansa og gretta sig fyrir framan þig. Ég ber mikla virðingu fyrir LeBron en þetta er bara mjög pirrandi," sagði Noah.

James sagðist bara vera að hafa gaman að hlutunum og þessum fögnum hafi ekki beint gegn leikmönnum Bulls.

LeBron James var með 23 stig og 11 stoðsendingar í leiknum en það hefur verið allt annað að sjá til Cleveland að undanförnu eftir slaka leiki í byrjun tímabils. Sigurinn á Chicago var sá ellefti í síðustu þrettán leikjum.

„Ég er mjög ánægður með hvernig við erum að spila þessa dagana," sagði James eftir leikinn.

Joakim Noah var hinsvegar aðeins með 7 stig á 30 mínútum og klikkaði á 5 af 7 skotum sínum.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×