Þungt fram undan á fjármálamörkuðum 4. febrúar 2009 00:01 Robert Parker stofnandi eignastýringarsviðs Credit Suisse kynnti fagfjárfestum tækifærin úti í hinum stóra heimi í boði Alfa fjárfestingaráðgjafar í síðustu viku. Það versta gengur yfir í haust, að hans mati. Markaðurinn/Pjetur „Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir. Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Við verðum að vera vakandi fyrir því að hagvísar til næstu fjögurra mánaða eru mjög neikvæðir víða um heim,“ segir Robert Parker, varastjórnarformaður og stofnandi eignastýringarsviðs alþjóðalega risabankans Credit Suisse, í samtali við Markaðinn. Hann var staddur hér á landi í síðustu viku og fór yfir möguleikana fram undan með fagfjárfestum. Hann segir stöðuna grafalvarlega til skemmri tíma litið. Ljóst sé að hagvöxtur dragist saman víða. Fyrsti ársfjórðungur verði verstur. Þá megi reikna með verðhjöðnun víða árið á enda. „Við teljum að Bandaríkin keyri út úr kreppunni á þriðja fjórðungi en að hilli undir betri tíð í Evrópu og Japan undir lok árs,“ segir hann. Matið byggir á áhrifum snarprar lækkunar stýrivaxta víða ofan á umfangsmikila innspýtingu á fjármagni í stærstu iðnríkjum heims. Þá skiptir máli fyrirhuguð stofnun sérstaks sjóðs (e. bad bank) í Bandaríkjunum, sem stefnt er á að kaupi nær verðlausar eignir þarlendra banka. Á meðal eignanna eru skuldabréf fyrirtækja, íbúðabréf og fleiri tengdar eignir sem hafi lækkað mikið í verði. Slíkt hreinsi til í fjármálakerfinu og geti varið það fyrir frekari innri áföllum. Mikilvægt sé að fleiri slíkir sjóðir líti dagsins ljós í öðrum löndum, svo sem á evrusvæðinu. Það geti dregið mjög úr hættunni á bankahruni. „Við teljum reyndar að sú hætta sé liðin hjá að mestu,“ segir hann en bætir við, að aðgerðir seðlabanka víða um heim hafi dregið úr kostum skuldabréfamarkaðarins. Þar sé lítið um góða kosti. Raunar megi segja að ár skuldabréfanna sé liðið, að hans mati. Ástæðan fyrir viðsnúningi vestanhafs á seinni hluta árs er fyrst og fremst viðamikil björgunaraðgerð Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Hún bætist við aðrar björgunaraðgerðir sem muni hleypa fjármálamörkuðum af stað. Hann segir Kínverja þó eiga metið, séu björgunaraðgerðirnar miðaðar við hlutfall af landsframleiðslu. „Fjárfestar áttu slæma tíð í Kína í fyrra en þá fór markaðurinn niður um sextíu prósent. Markaðurinn hefur batnað verulega síðan þá, ég mæli með honum,“ segir Parker. Brasilía er á sama lista. „Þetta verður hins vegar hægur og erfiður bati,“ segir Parker og bætir við að hann sé sömuleiðis jákvæður með horfurnar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum í byrjun næsta árs. Þó sé hætta á að hægist á ný þegar áhrif björgunaraðgerðanna fjara út. Megi því reikna með svolítilli niðursveiflu um mitt ár. Hún verði þó fjarri því jafn slæm og sú sem nú stendur yfir.
Markaðir Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira