Fótbolti

Casillas þreyttur á talinu um Ronaldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Iker Casillas.
Iker Casillas. Nordic Photos/getty Images

Markvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid hefur hvatt félag sitt til þess að hætta að einbeita sér svona mikið að því að kaupa Cristiano Ronaldo og eyða frekar tíma sínum í að byggja upp unga stráka hjá félaginu.

„Ronaldo og Kaká eru frábærir leikmenn en við þurfum ekki stanslaust að vera að velta okkur upp úr þessum leikmönnum. Það sem við þurfum er lið sem getur keppt við Barcelona og einn leikmaður breytir ekki heilu liði. Það þarf að vinna að liðsheild því einn leikmaður mun ekki breyta öllu til batnaðar," sagði Casillas sem er orðinn langþreyttur á allri umræðunni um Portúgalann.

„Ef við borgum 100 milljónir evra fyrir Ronaldo þá er það vegna þess að hann er þess virði. Það er samt skrítið að heyra fólk tala um þessar tölur í núverandi efnahagsástandi," sagði Casillas og bætti við.

„Spænska landsliðið er frábært og það eru mikil gæði í bestu leikmönnum Spánar. Ég hef alltaf haft mikla trú á spænskum leikmönnum og þeir eru að spila frábæran fótbolta þessa dagana," sagði Casillas og hvetur félag sitt til þess að horfa meira í bakgarðinn heima hjá sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×