Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 08:00 Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum mönnum gegn Makedóníu á miðvikudaginn var.fréttablaðið/daníel Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv. Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Sjá meira