Ótrúlegri handboltavertíð að ljúka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 08:00 Guðmundur Guðmundsson stýrir sínum mönnum gegn Makedóníu á miðvikudaginn var.fréttablaðið/daníel Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv. Íslenski handboltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta hélt í morgun utan til Eistlands þar sem liðið mun mæta heimamönnum í lokaumferð undankeppninnar fyrir EM í handbolta en úrslitakeppnin fer fram í Austurríki á næsta ári. Ísland er þegar búið að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum en þarf engu að síður helst á sigri að halda til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Liðið er þó mikið breytt og aðeins fimm leikmenn í hópnum nú sem fóru einnig á Ólympíuleikana í Peking. „Þetta eru ótrúlegar miklar breytingar á hópnum, bara frá síðasta leik," sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. „En ég hef fulla trú á þeim strákum sem eru að koma inn í hópinn nú en þeir fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Þetta verður þó alls ekki auðveldur leikur enda Eistlendingar með vel mannað lið sem hefur staðið sig vel á heimavelli." Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fá nú frí og Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að gangast undir aðgerð vegna meiðsla. Í staðinn koma þeir Kári Kristján Kristjánsson og Fannar Friðgeirsson inn í hópinn auk þess sem Stefán Baldvin Stefánsson og Andri Stefan Guðrúnarson fá stærra hlutverk nú. Snorri Steinn hefur verið að jafna sig eftir meiðsli en Róbert fær frí eftir langt tímabil. „Hann var á síðustu dropunum," sagði Guðmundur. Ísland hefur farið taplaust í gegnum leiki sína í undankeppninni og dugir að öllum líkindum eins marks sigur á morgun til að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Ísland vann Makedóníu nú á miðvikudaginn og gerði þar áður jafntefli við Noreg eftir að hafa verið yfir allan leikinn. Guðmundur segir að gott gengi liðsins hafi vissulega komið sér þægilega á óvart. „Ég get ekki neitað því. Það er mikil óvissa sem fylgir því að tefla alltaf fram nýju liði í hverjum leik. Ég hafði þó alltaf tilfinningu fyrir því að þeir gætu klárað þetta." Hann segir það ekkert vafamál að landsliðið sé að græða nú á að hafa verið með B-landsliðsverkefni, svokallað 2012-landslið, í fullum gangi síðan í haust. „Það snýst fyrst og fremst um að breikka hjá okkur leikmannahópinn sem við höfum meðvitað verið að gera. Við höfum þurft að sækja mikið í þennan hóp vegna meiðsla lykilmanna í landsliðinu." Eftir leikinn á morgun tekur við langþráð sumarfrí hjá Guðmundi og félögum. „Þá getur maður loksins farið að anda. Þetta er búin að vera mikil törn og mikið álag en alveg frábært engu að síður." Hann segir að tímabilið sem nú er að ljúka sé það besta síðan hann gerðist þjálfari. Ísland náði frægu silfri á Ólympíuleikunum og hefur haldið dampi og vel það nú í vetur þrátt fyrir mikil skakkaföll í leikmannahópnum. „Okkur gekk bæði vel í æfingaleikjunum við Þjóðverja sem og í leikjum okkar í janúar. Síðan hefur líka gengið mjög vel í undankeppninni. Það var auðvitað mjög svekkjandi að vinna ekki Noreg um daginn þar sem við áttum það innilega skilið. En okkur tókst að hefna ófaranna gegn Makedóníu og þá gleymdum við hinum leiknum." Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun og verður í beinni útsendingu á Rúv.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fleiri fréttir Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Sjá meira