Sport

Bolt setti heimsmet í 150 metra hlaupi

Nordic Photos/Getty Images

Fljótasti maður jarðar, Usain Bolt, bætti enn einu heimsmetinu í sarpinn í dag þegar hann hljóp 150 metra hlaup á besta tíma sögunnar götuhlaupinu í Manchester.

Jamaíkumaðurinn hljóp vegalengdina á 14,35 sekúndum og sigraði með yfirburðum. Gamla metið átti Ítalinn Pietro Menna en hann hljóp vegalengdina á 14,8 sekúndum árið 1983.

Breski hlauparinn Marlon Devonish varð annar í hlaupinu í dag á 15,07 sekúndum. Bolt var þarna að keppa í fyrsta skipti síðan hann lenti í bílslysi í apríl. Hann á því heimsmetið í 100, 150 og 200 metra hlaupi.

Í kvennaflokki sigraði bandaríska stúlkan Debbie Ferguson-McKenzie á tímanum 16,54 sekúndum.

Eþíópíubúinn Haile Gebrselassie sigraði í stóra Manchester hlaupinu og var 34 sekúndum á undan næsta manni í mark í 10 kílómetra hlaupinu. Hann var 38 sekúndum frá heimsmetinu, en mikill vindur gerði honum erfitt fyrir. Vivian Cheruiyot sigraði í kvannaflokki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×