Fótbolti

Davíð: Ber ekki mikið á milli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Davíð Þór Viðarsson, leikmaður Norrköping.
Davíð Þór Viðarsson, leikmaður Norrköping. Mynd/Arnþór

Davíð Þór Viðarsson segir að það beri ekki mikið á milli hans og sænska B-deildarfélagsins Norrköping sem hefur þegar gert honum tilboð.

Davíð var á reynslu hjá félaginu á dögunum og gekk vel. Forráðamenn Norrköping eru í sænskum fjölmiðlum sagðir áhugasamir um að Davíð verði nýr leiðtogi liðsins á miðjunni.

„Ég fékk tilboð sem ég er að skoða og ég mun svo senda gagntilboð á allra næstu dögum," sagði Davíð við Folksbladet. „Þetta er gott tilboð og það virðist vera spenanndi kostur að koma hingað og spila. En við skulum bíða og sjá hvað gerist."

„Ég tel þó að það beri ekki mikið á milli okkar."

Davíð heimsótti einnig belgíska félagið Roeselare þar sem bróðir hans, Bjarni Þór, er á mála. Forráðamenn þess liðs eru einnig sagðir áhugasamir um Davíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×